Pils með axlaböndum

IMG_5006

Ég er nýr “prjónapenni” á þessu bloggi og ætla aðeins að skrifa með henni Jórunni hér inn. Ég er alltaf með eitthvað á prjónunum og á það líka til að hekla og sauma. Ég lærði heilmikla handavinnu í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík á sínum tíma, sem er að mínu mati eitt hagnýtasta nám sem hægt er að stunda (en það er bara ég!). Ég prjóna mest á börnin mín tvö og strákurinn minn sem er fjögurra ára tilkynnti mér um daginn að ég þyrfti ekki að prjóna meira á hann því hann ætti orðið yfirdrifið nóg af peysum. Það er hárrétt hjá honum og ég er ánægð með þennan nægjusama hugsunarhátt en veit ekki alveg hvað ég á að gera við peysurnar tvær sem eru hér um bil tilbúnar að frátöldum nokkrum endum sem þarf að ganga frá.

IMG_5004

Þær fá að bíða betri tíma og þetta pils varð til á nokkrum dögum fyrir litlu skottuna. Uppskriftin af því er úr prjónablaðinu ÝR nr. 62. Ég prjónaði það úr Drops merino extra fine sem ég verslaði í Klæðakoti á Ísafrði í sumarfríinu þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvar ég gæti fundið Sandnes garn í bænum. Garnið er ótrúlega mjúkt en það þarf aðeins að fylgjast með því að kljúfa ekki lykkjurnar í prjóninu. Ég hef áður prjónað úr þessu garni og það heldur sér ótrúlega vel og hnökrar lítið sem ekkert. Ég bætti axlapöndum við, þau eru 9 lykkjur sem ég prjónaði slétt og brugðið og heklaði svo keðjulykkjur utan um. Ég hafði tvö hnappagöt svo ég gæti lengt í axlaböndunum og tölur innan á strengnum. Pilsið er þar að auki með teygju í mittinu en það væri örugglega minnsta mál að setja band fyrir þá sem ekki hafa aðganga að saumavél. Mér finnst stærðin heldur lítil og ég er að hugsa um að prjóna næstu stærð fyrir ofan líka.

Þetta var bæði fljótlegt og skemmtilegt verkefni 🙂

IMG_5010

IMG_5003

Takk fyrir að lesa

Sunna

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s