Ennisband með rósum

IMG_5103.JPG

Bæði ennisbandið og hekluðu rósirnar eru mjög fljótgerð. Þetta verkefni er kjörið til að nýta garn afganga, sem var einmitt tilgangur þessa verkefnis. Ennisbandið passar bæði á dóttur mína sem er 2 ára og á mig, það mætti ekki vera stærra henni eða minna á mér! Til að hafa það þrengra fyrir minni börn væri örugglega fínt að fækka lykkjum um 6-10.

Ég fitjaði upp 88 lykkjur með Drops merino extra fine garni á prjóna 3.5 og prjónaði um 2,5 cm stroff (1 sl, 1 br), næst skipti ég yfir á prjóna 4.0 og prjónaði 6 cm tvöfalt perluprjón. Þá er skipt aftur á prjóna 3.5 og prjónað 2,5 cm stroff. Garnið keypti ég í Klæðakoti á Ísafirði.

IMG_5104

Rósirnar heklaði ég úr RAUMA Finull-garn sem ég fékk í Ömmu Mús. Þessir litir voru reyndar á útsölu þar fyrir nokkrum árum svo þeir fást sennilega ekki lengur.

Rós

 

Rósin sem ég gerði samanstendur af 14 blöðum sem eru í þremur stærðum. Hægt er að gera öll blöðin í einni stærð eða hafa þau minnst í miðjunni og hafa ytri blöðin stærri. Til að byrja með er fitjað uppá tveimur lykkjum fyrir hvert blað og svo einni aukalega. Ég heklaði þessa rós eftir uppskrift sem er því miður ekki lengur á netinu svo ég get ekki vísað áfram á hana en ég vistaði þýðinguna mína á henni svo ég ákvað að birta hér hvernig farið er að og hver og einn getur skapað sína eigin rós útfrá þessum leiðbeiningum. Hér og Hér eru leiðbeiningar fyrir sambærilegar rósir.

3. Lítil rósablöð: Heklið 2 loftlykkjur, heklið svo 4 hálfstuðla (hst) í fyrstu keðjulykkjuna, heklið kl í næstu kl og *heklið 5 hálfstuðla í þá næstu. Heklið svo kl í næstu kl*.

4. Miðlungs rósablöð: *Heklið 5 stuðla í kl, heklið kl í kl* Endurtakið 5 sinnum.

5. Stór rósablöð: *Heklið 4 tvíbrugðna stuðla (tbst) og 1 stuðul í kl, heklið kl í kl* þannig að þið endið með kl í seinustu lykkjuna á blóminu.

Slítið bandið frá þannig að endinn sé langur svo hægt sé að sauma rósina saman og svo við ennisbandið. Ég saumaði hana saman með bakhliðina upp því mér fannst það koma skemmtilegar út.

IMG_5106

Sunna

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s